Græðgin drepur þessa hugmynd í fæðingu

Það segir sig sjálft að þeir sem þurfa og ég meina ÞURFA húsnæði eru ekki þeir sem hafa 80 þúsund á mánuði til að spreða í skitna 27 fm... er ekki allt í lagi í hausnum á þessum mönnum sem hafa þessar hugmyndir um að leiga út smá fyrir brjálað?
27 fm...  Þetta kallast á íslensku máli KOMPA og það leiga slíkt rusl út á slíku rugl verði er geðveiki í ég veit ekki hvaða veldi.

Þessir menn þurfa menntun í sðferði og læra að veita öðrum mannlega virðingu sem og að komast í snertingu við veruleikann!

Ef ég fengi svona tilboð segði ég einfaldlega "troddu því vinur... ef vin skal kalla"
mbl.is 27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svanasöngur leigumiðlara... Þú gætir reykt tæpa 2 pakka af ViceRoy á dag fyrir þetta  verð (ef það er framleitt ennþá)..

NKL (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 22:50

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er fín lausn fyrir fólk sem vill spara

Sleggjan og Hvellurinn, 3.3.2014 kl. 22:50

3 identicon

Spara? Ef maður getur fengið 54 fm hesthús fyrir þetta verð? Aðgangur að hlöðu....

Hotthott (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 22:54

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Miðað við leiguverð í dag þá er þetta mjög ódýrt.

En fyrir þá sem finnst þetta of dýrt þá leigja þeir bara eitthvað annað.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.3.2014 kl. 23:45

5 identicon

Miðað við hvað það kostar að kaupa svona gáma og innrétta þá, já þá er þetta ekkert smá okur.

Árni (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:32

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er ekki betri lausn að tala við stórverktakana sem eiga slíkar íbúðareiningar á lager jafnvel sumir eins og Ístak. Þær íbúðareiningar eru staflanlegar og eru byggðar frá grunni til að vera íbúðar- eða skrifstofurými, eldhússkálar og svo framvegis allt sftir þörf hverju sinni og má tengja saman einingar enda í enda eða á hlið. Svona voru verktakar að nota við virkjana- og stórframkvæmdir um áratuga skeið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.3.2014 kl. 01:02

7 identicon

Mér virðist að kostnaðurinn við að kaupa gám og innrétta hann ætti varla að geta farið yfir 2 m kr, og er þá allt talið og ofreiknað.

Eðlilegt markaðs-leiguverð fyrir húsnæði af þesari stærð og gæðum ætti því varla að vera meira en 40-60 þús á mánuði, og er þá húsbyggjandinn samt að fá mjög fínan arð af framkvæmdinni.

Það góða er að ef sveitarfélögin gefa grænt ljos þá mun fljótlega myndast samkeppni um smíði svona íbúðalausna og leiguverðið verða eðlilegra.

AI (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 05:03

8 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ef það er sammgjarnt leiguverð að leigja á tæpar 3.000 kr fermetrann, væri dýrt að taka 100 ti 150 fermetra íbúð á leigu!!!  Ég trúi eiginlega ekki að eftirfspurnin sé orðin svona mikil eftir leiguhúsnæði

Kjartan Sigurgeirsson, 4.3.2014 kl. 09:56

9 identicon

"Mikill húsnæðisvandi er á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil eftirspurn er eftir íbúðum á því verðbili sem fyrirtækið Smáíbúðir ehf. hyggst útbúa." - En það er ekki þar með sagt að fólk sé tilbúið í hvaða stærð sem er, svo lengi sem hún er á þessu verðbili. Ég er alveg sammála því að þetta leiguverð er allt of hátt.

Gréta (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 12:53

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held að staðan hér á landi sé orðin þannig að það verður hreinlega að byrja upp á nýtt. Það þarf að taka peningakerfið okkar í gegn ásamt vaxtarstefnu og gera Þjóðinni allri kleift að geta búið hér...

Það á ekki að vera þannig að það verði bara örfáir einstaklingar sem hafa efni á því að búa mannsæmandi hér á landi, það er ekki laust við að svo sé í gangi í stefnumálum húsnæðismála hér á landi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2014 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband