13.4.2011 | 22:45
32 á móti 30 og 1 situr hjá.. sú er brú þings og hverra??
Maður spyr sig, einn þingmaður innan stjórnarflokkanna kýs á móti, og ef nú Guðmundur Steingrímsson hefði valið þann kostinn að segja já, þá hefði þetta svo tæplega fallið...31 gegn 32... naum staða sú...
Nú er það svo að það eru einungis ríkisstjórnarflokkarnir 2 sem sögðu já, að undanskildum einum manni, sem á heiður skilinn fyrir að svara máli sínu á eigin forsendum... Rest þingsins styður vantrausttillögu. Hvað segir þetta okkur? Jú að ríkisstjórn lands okkar er hið eina afl innan þingsins sem styður ekki þá tillögu að þeir sjálfir sitji áfram, nema þessi eini þingmaður innan flokkanna tveggja.
Hver er þá staðan? Ef þetta er ekki pattstaða þá veit ég ekki hvað. (Spurningin er hvort einhver á þingi fari ekki fram á hið nýjasta "trend" íslensku þjóðarinnar, og heimti þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta :P hehe )
Ef staðan er sú... er þá ekki þjóðin aðilinn sem ætti að fá að kjósa um þetta? Hverjir eru betur starfi sínu vaxnir en þeir sem í landinu búa? Ekki virðist ríkisstjórnin starfi sínu vaxin... Blaðrandi um að þeim hafi tekið hitt og þetta sem í raun var bara partur af áætlun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins... meða allt annað hefur fengið að sitja á hakanum, svo sem "Allt upp á borðið" Við höfuð séð allt uppi á borðinu já... "Skjaldborg um heimilin" Þarf að nefna skuldavanda heimilanna og raðir í matargjöfum? "Atvinnuleysið niður" Mesta atvinnuleysi síðan 1930 segja þeir??? "Spillinguna burt" Hér mega koma nú dæmi frá öðrum, datt ekkert í hug í fljótu :P "Jafnrétti kynjanna" Þarf að nefna þetta?? "Norrænt velferðarkerfi" Skerum niður í heilbrigðismálum! FLOTT hjá ykkur "Eflum menntakerfið" enn og aftur... þarf að nefna þetta? ... og má örugglega lengi telja (ef einhverjum dettur í hug)
Hver á síðasta orðið... þing eða þjóð??? 32 á móti 30 og 1 situr hjá... Við gætum setið við stjórnarkreppu í einhverja mánuði á meðan ný ríkisstjórn kemur sér fyrir... eða setið í þessari vitleysu fram til kosninga 2013...
Ég reyndar hafði gaman að þeirri athugasemd Siv Friðleifsdóttur um að skipta ætti út ríkistjórn án kosninga... Sem svo kom mér í aðeins meiri umhugsun, Það hlyti að koma reyndar sennilegast að enn vitlausari stjórnmálamönnum í stöðu ráðherra, því hverjir sitja í ríikisttjórn? Formenn Sf og Vg... og ættu það ekki að vera reyndustu og klárustu menn flokksins??
Ég bara spyr!
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og já... Guðmundur talaði um að það væri brandari að Sjálfstæðisflokkurinn legði fram slíka tillögu... væntanlega að vitna til þess að xD sat við völd þegar þetta fór allt um koll... en hverjir sátu við stjórnvölinn meirihluta þessa tíma þegar xD sat við völd? Voru það ekki jú Framsóknarflokkurinn?? Hann talaði jú vissulega um framtíðina minnir mig og hvað allir gleymdu að tala um hana... en gleymir gjörsamlega að tala um fortíðina... Ef hann talaði ekki um framtíðina né fortíðina... þá gleymdi hann gjörsamlega að tala um fortíðina...
Hef yfirleitt haft gaman að skotum Guðmundar... enda koma þau oft á réttum tíma og réttum stað... en núna var ég svolítið fyrir vonbrigðum með hann að skjóta svona, og skal ég nefna að ég er ekki fjórflokknum fylgjandi.
ViceRoy, 13.4.2011 kl. 23:11
Það hefði bara þurft einn þingmann úr röðum stjórnarinnar til að fella þetta
Brynjar Þór Guðmundsson, 14.4.2011 kl. 06:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.