Stundum þarf fólk bara að heyra það sem það þarf að heyra... ekki það sem það vill heyra.

Ósannleikann og meðviirkni með.... Það virðist vera mottó í dag. 

   Stundum held ég að fólk þurfi blauta tusku í andlitið til að átta sig á vandamálum sínum og sannleikann beint í æð, en ekki einhvern verndarmúr sem hlífir þeim gagnvart því sem satt er.

Það skiptir engum togum hvaða vandamálum það glímir við, þú hlífir engu með því að segja fólkinu vitleysu  og hlífa því við sannleikanum. Hvort það vilji hlusta á það er eitt mál. Hvort það vliji segja frá sannleikanum er svo allt annað mál.  Hvort sem það heitir alkóhólismi eða offita, eða hvað þú vilt velja...
 

Öll erum við háð einhverju, við erum verur hinnar hátignar vanans, sem ræður öllu, hvort sem við áttum okkur á því eður ei. Sumir fá dellu, t.d. stangveiði eða golf. skotveiði eða ganga á fjöll. Bílar eða sjónvarpsgláp... sumt er hollara en hitt... EN hvað sem það er, þá er vaninn sterkur. Hversu eðlilegur hann er er annað mál, það kallar á álit fólksins, eða fagmanna. Hvort er betra er annað mál... hugsa ég taki álit fagmanns framyfir álit foreldra minna... hvað þá bláókunnugs manns/konu

Hugsum aðeins áður en við dæmum aðra einstaklinga... lítum aðeins í eigin barm.. Það er enginn gallalaus. Bara gallaminn/meiri. 

 


mbl.is Framkoman í Biggest Loser teldist brotleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

Það virðist alveg sama hvað sagt/gert er við feitt fólk, það er alltaf skotleifi á það undir formerkjunum eins og "though love", oft hlutir sem erfitt er að sjá hvernig ættu nokkurtíman að hjálpa fólki.

það að gagnrína ekki fólk þíðir ekki að þú sért með ósannindi eða meðvirkni. Sérstaklega ef þú þekkir það ekki, þá kemur gagnríni frá þér ekki að neinum notum nema að særa.

það er ótrúlegt hvað það halda margir að feitt fólk viti ekki að það sé feitt og þurfi endilega að heira hvað það sé nú orðið feitt og hvernig það gæti nú "bætt" sig með því að ......, oftast snúast þessi ráð einungis um þingdartap en ekki heilsu.

frá réttu fólki er þetta gott inlegg en svona 90% af þeim segja svona er ekki rétta fólkið.

þú getur ekki ímyndað þér hvað fólki dettur í hug að sé allt í lagi að segja sem það telur bara falla undir "blauta tusku" og alltaf er það í lagi því hann/hún er nú feitur/feit.

Ingi Þór Jónsson, 25.2.2014 kl. 08:33

2 identicon

Sæll.

Það taka allir sjálfviljugir þátt í þessu og hafa sjálfsagt lítin á huga á því að heyra hvað einhverjir sérfræðingar hafa um málið að segja.

Þessi ágæti sálfræðingur er glögg á að finna vandamál en er hún jafn duglega að leysa þau?

Helgi (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband