Og við virðumst enn státa okkur af...

því að vera með besta heilbrigðiskerfi í heimi.  Jú ég neita því ekki að kerfið er gott, þar sem ef eitthvað kemur fyrir og þú ert lagður inn þá borgarðu lítinn hluta upphæðar (reyndar ekki ef þér er sleppt út samdægurs, þá þarftu víst að borga meirihlutann)...

En ég kalla ekki gott heilbrigðiskerfi gott ef það vantar um 100 hjúkrunarfræðinga á Landsspítalann... Ég kalla það ekki gott heilbrigðiskerfi þegar starfsfólk, hjúkrunarfræðingar sem og læknar eru ekki með góð laun, enda hafa margir af bestu læknum landsins hypjað sig til annarra landa með miklu betri atvinnutækifæri, sem skilur okkur eftir með, tjah erfitt að orða það, en skilur okkur eftir með vanhæfari lækna. Ekki að ég sé að segja að læknarnir okkar séu vanhæfir eða lélegir á einhvern máta, en þeir bestu eru farnir. 

Hvaða þjónusta er það ef þú leggst inn og færð lækni sem er búinn að vinna of mikið? Hvaða þjónusta er það að fá hjúkrunarfræðing sem er líka búinn að vinna of mikið... Er jafnvel pirraður og þreyttur (læknir o/e hjúkrunarfræðingur) og jafnvel misgreinir eitthvað þó það sé ekki nema smávægilegt. 

Ef ríkið á að fara að gera eitthvað, þá verður að hækka laun þeirra ríkisstarfsmanna sem þurfa að bera ábyrgðina í landinu...

Lögreglan á að vera með góð laun... Starfsfólk sjúkrahúsa eiga að vera með góð laun... Kennarar eiga að vera með góð laun (bera jú ábyrgð á menntun okkar barna og framtíðarfólki landsins)... lengi má telja. 

Stefnir ekki í gott í framhaldinu... en það hefur svo sem aldrei gert það með þessum frummannahugsunarhætti. 


mbl.is Vantar 100 hjúkrunarfræðinga á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband