Eða snýst þetta frekar um tímann?

Ég veit nú ekki hversu tengd mín grein sé nákvæmlega þessu máli, en það spratt upp smá hugsun hjá mér í kringum þetta hins vegar. 

Mér finnst nú eiginlega líklegra að þetta snúist um tíma þegar kemur að mat, þ.e. þegar keyptur er tilbúinn matur í stað þess að elda. Þegar fólk vinnur t.d. hér frá 8-17, ekki komið heim fyrr en um 18 og þá á eftir að fara út í búð og kaupa mat (þ.a. eftir að ákveða hvað verður í matinn)... Þreyta af sökum vinnu ýtir auðvitað ekki undir að maður flýti sér í búðinni og maturinn verður ekki tilbúinn fyrr en kannski um áttaleytið.

Ekki góð þróun það, því sé einfaldlega auðveldar að kaupa tilbúinn mat. Gallinn hér er að tilbúinn matur er oft bara ekki ódýr hér (nema kannski í heitum borðum í búðunun)... Dýrt er að borða á veitingastað á Íslandi, enda sér maður fátt fólk sem fer nánast á hverju kvöldi út að borða, eins og tíðkast í sumum löndum (eða morgunmat)... Svo er verið að kaupa skyndibita mikið sem er einfaldlega oftar en ekki óhollur, eða í hið minnsta óhollari en heimamatur.  Hefur sýnt sig og sannast lengi, í rannsóknum um innihald og ástand þess fólks sem borðar mikið skyndibitafæði.

Ég persónulega held t.d. með hjón með börn, að það sé gott fyrir heimilið að hafa annað foreldrið heimavinnandi, enda sér maður hvernig börn eru orðni í dag... varla úti að leika sér, sitjandi jafnvel fyrir framan tölvuna eða sjónvarpið að eyða skemmtilegasta tíma lífs síns í leiða, get ekki trúað því að það sé gaman að sitja fyrir framan tölvu eða sjónvarp alla daga allan daginn, og ýtir þá bara frekar undir þunglyndi barna.   Þó svo að foreldrið vinni úti, þá væri 50-75% vinna mun skárri fyrir heimilið og börnin heldur en 100%

Skiptir þar engum togum hvort foreldrið væri heima. Veit ég hins vegar ekki hvort heimavinnandi foreldri (það sem kallaðist á árum áður heimavinnandi húsmóðir, enda var minna um það að karlarnir voru heimavinnandi á þeim tíma) sé einfaldlega vinnuheiti og efast um að ríkið borgi heimavinnandi fólki... enda væri það misnotað að vitleysingum hægri vinstri.

Ég efast um að þetta sé góð þróun að báðir foreldrar vinni 100%...  

 


mbl.is Hærri laun - færri húsverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband