Enginn væri Sinatra ef New New York væri (er Páll Óskar að missa það?)

Fréttin kemur reyndar frá Vísi, en ég ætla að leyfa mér að  

Ég verð að byrja á að ég þoldi ekki Sinatra hér á árum áður... En maðurinn er kominn í guðatölu hjá mér í dag, hef lært að meta þetta elífðarstykki sem söngvarinn var.

Hann líkir vinsældum Sinatra við Madonnu þegar hún söng Like a Virgin... Er maðurinn ekki með toppstykki?  Eða er hann með hálfan heilann eins og konan hér um daginn í fréttunum?

Ég ber ágætis virðingu fyrir Páli, hann er ágætis karakter og opinn fyrir öllu... En að segja að Sinatra væri ekkert án New York, New York (og kannski geri ég of mikið mál úr þessu) væri eins og að segja að Elvis væri ekkert nema fyrir Viva Las Vegas!... Hann gerði nú betur þegar hann varð eldri, enda ber ég meiri virðingu fyrir feitum Elvis en hinum granna, því meiri tónlistarmaður blundaði í honum á seinni árum að mínu mati, og enn betri rödd, þó svo að hann gleymdi textum og lá í gólfinu syngjandi í vímu sinni.. sorglegur endir á flottri fyrstu almennu rokkstjörnu mannkyns því miður!

Sinatra gaf út betri lög en New York New York, þó svo að hið fyrrnefnda sé eitt af þeim vinsælli... My Way (sem hann reyndar að eigin sögn þoldi ekki) , Love And Marriage, reyndar er gjörsamlega tómur í hausnum svona rétt um fimmleytið að morgni til, enda 15 tímar síðan ég vaknaði... 

Páll Óskar er hinn fínast tónlistarmaður, því neita ég ekki, og hann er söngvari með mikið live úthald (þá á sviði, blæs hvorki né hvæsir meðan hann syngur, geymir það milli laga virðist vera)  þó svo ég hlusti ekki á hans tónlist sem slíka, hef heyrt nokkur lög og hann er skemmtilegur karakter í útgáfum sínum af annarra manna lögum (sbr lagið úr Jesus Christ superstar þegar hann syngur kaldhæðnislega um frelsarann (er ekki mjög kristinn) í lagi sem ég þekki ekki nafnið á, koma fram hans leikrænu hæfileikar í söng. Túlkun hans er góð. 

 En hey! Ég fíla Tom Cruise fínt sem leikara.. :D need I say more? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband