17.1.2008 | 14:02
Humm
Veit nú ekki betur en að árásin frá öfgafullum Hamas liðum hafi verið hefndarverk eftir að Ísraelar sprengdu sprengjurnar um daginn... Eiga sem sagt Palestínumenn bara að leyfa Ísraelum að sprengja hér og þar til að ná nokkrum kónum og svara ekki fyrir sig?
Þar fyrir utan er þetta öfgahópar... ekki ríkisstjórnin sem sendir þessi flugskeyti inn til Ísraels, en það er hins vegar ríkisstjórn Ísraels sem hefnir sín á allri Palestínu, virðist vera, á móti.
Þetta er eins fáranlegt og hægt er ef ég má leyfa mér að segja. Palestína er með menn sem ekki "tengjast" ríkisstjórn landsins, berjast fyrir land sitt og sín trú og þeir kallast hryðjuverkamenn. Þeir eru að gera nákvæmlega sömu hlutina og Ísraelsmenn, nema Ísraelsmenn hafa sýnt gríðarlega grimmd (þá sérstaklega herlið á Gasasvæðinu) og það gagnvart saklausu fólki, en það er þá bara her að gera skyldu sín þegar heiminum skoðar hlið málsins?
Ég sé mikið réttlæti í því... Ísraelsstjórn er gjörsamlega að drepast úr mikilmennskubrjálæði, ætla nú ekki að fara að dæma borgara Ísraels, enda koma þeir málinu ekkert við, frekar en saklausir borgarar Palestínu.
Olmert: Líðum ekki flugskeytin lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vel hægt að horfa á þetta frá þessu sjónarhorni þínu en hvað á Ísrael í raun að gera þetta er "þjóð" sem er í eilífu veseni við nágranna sína og þarf virkilega að sýna hernaðarmátt svo að það verði ekki einfaldlega valltað yfir þá.
Ég er enginn stuðningsmaður Ísraels enda finnst mér að þetta ríki hefði aldrei átt að vera stofnað og ég finn til engar sérstakar samúðar með gyðingum sem lentu mjög illa í því fyrir ja sona 60 árum síðan en aftur á móti að þá býr jafn saklaust fólk í Ísrael jafnt og palestínu.
Annars hver segir að Ísraelstjórn sé ekki yfirfull af hryðjuverkamönnum jafnt og í Palestínu. fyrir nokkrum árum þegar Palestína var að byrja þessa svokölluðu uppreins sína að þá miðuðu Ísrael öllu því sem þeir áttu beint að öllum öryggisstöðvum palestínu til þess að koma í veg fyrir árásir jafnt og til að koma Palestínu í það öngþveiti sem það er. Þeir héldu leiðtoga þjóðar í gíslingu í langan tíma. Ísrael frömdu einnig hryðjuverk í Líbanon með því að senda þessar svokölluðu cluster bombs á alla vegi og allt það þannig að hinn almenni saklausi borgari Líbanons getur ekki ferðast neitt þar um án þess að vera í hættu.
Ég sjálfur er orðinn rosalega þreyttur á öllu þessu og er farinn að lýta betur á hlið Ísraels sem mér finnst að allir ættu að skoða betur. Þeir vilja lifa þarna kannski ekki í sátt, þeir hafa allavegana ekki lýst því yfir að þeir vilji losa sig við alla sem búa þarna. Bíddu hafa ekki Hamas einmitt sagt að þeir vilji losa sig við alla gyðinga útúr Ísrael.
Eins og sést að þá er kominn pattstaða vitlausir hermdarverka menn einum megin og hinum megin ríkisstjórn sem skýlir sér á bakvið eina stórveldið sem til er í dag.
Einn punktur að lokum hver er svo vitlaus að styðja á bak við kirkjuna þegar kirkjan hefur ekkert gert nema að valda eyðileggingu í gegnum aldirnar ég held meira að segja á herna Omega hér á Íslandi sé diggur stuðningsaðili Ísraelsríki og ég mun nú sjálfur adlrei styðja menn sem eru svona heilaþvonnir.
ps. þetta er mín persónulega skoðun alveg handviss að margir hér séu henni ósammála þannig ef svo er ekki neita henni heldur segði mér hvað er svon rangt við hann :þ
Guðmundur (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 14:52
Ég er sammála þér Sæþór, þessi tugga Ísraelsmanna er orðin mjög gömul og þreytt. Sérstaklega finnst mér ástandið ákkurat núna áhugavert í ljósi þess að það er ekki nema ca. vika síðan Bush var á svæðinu að koma af stað friðarviðræðum, og virtist sem báðir aðilar væru viljugir til.
Það hefði verið áhugavert að vera fluga á vegg á einkafundum Olmerts og Bush, svo ég segi ekki meira.
Ég held að ástandið sé ekki að fara að batna í bráð, því miður.
Ester (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:38
Guðmundur, helduru að Omega sé stuðningsaðili Ísraels? Þú þarft nú ekki nema að setja á stöðina í um 5 sekúndur þá kemur það í ljós, sífellt flaggandi fánum Ísraels og Íslands, og ef ekki þá lofa þeir þessa þjóð á einhvern annan hátt.
Einar, það þarf að uppræta þig!
Sema Erla Serdar, 17.1.2008 kl. 15:57
Æjj.. þetta var nú bara djók, það þarf ekkert að uppræta Einar. Er bara svona jafn mikil vitleysa og hann segir: "Þetta eru hryðjuverkamenn sem þarf að uppræta. punktur!" Hann er svolítið mikið fyrir að uppræta og "Bomba" fólk (vísa aftur í hann).
Vona að þetta fór ekki fyrir brjóstið á neinum
Sema Erla Serdar, 17.1.2008 kl. 18:33
Heill og sæll Sæþór ég tek undir hvert orð sem þú skrifar um þessa blessaða Ísraelsmenn, maður er löngu búinn að sjá að þeir eru með verstu hriðjuverkamönnum sem sem til eru í dag. Eða trúir einhver enþá að þeir vilji frið ?
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.1.2008 kl. 20:29
Sahih bukhari
Volume 4, Book 52, Number 176:
Volume 4, Book 52, Number 177:Sigurður Árnason, 18.1.2008 kl. 03:33
Einar : Humm, eru ekki Fatah hreyfingin sem er með meirihluta í ríkisstjórn Palestínu núna? Hefur þú rökstuðning á bak við svar þitt gegn mínu til að byrja með? Ertu sem sagt 100% á að Hamas menn innan ríkisstjórnarinnar hafi fyrirskipað þessar sprengingar sem dunið hafa á Ísraelsmönnum? Eða eru þetta öfgamenn sem vinna samkvæmt eigin orðum? Eða ætlarðu að tengja alla Hamas menn sem hryðjuverkamenn? Eða viltu ekki gera eins og meginhluti bandaríkjamanna virðist vera farinn að gera, og tengja orðið hryðjuverkamaður við orðið arabi? Það væri nú fáfræði mikil.
Hvaða rétt hefur t.d. Ísrael til að senda sprengjur þá yfir til Palestínu, á fólk sem kom nákvæmlega ekkert að þessari árás, sem btw var hefndaraðgerð eftir árás frá Ísrael?
Og ætlar Ísraelsstjórn að hefna hefndaraðgerðanna? Hvað leiðir það af sér? Fleiri hefndaraðgerðir sem bitna svo mest megnis á saklausum borgurum? Bæði borgurum Ísraels og Palestínu. Sama hvernig á það er litið.
Guðmundur : Ísrael var stofnað... landsvæði Palestínumanna tekið af þeim og úthlutað Ísrael. Helgasti staður Palestínumanna, ef mig minnir rétt, tekinn af þeim. Skil vel þessar yfirlýsingar. Fyrir utan að Ísrael hefur gert þvílíkan óskunda í Arabalöndum síðan það var stofnað.
Bandaríkjamenn standa þar fyrir utan, gjörsamlega við bakið á þeim, sama hvað Ísrael virðist gera. Myndu bandaríkin ráðast inní Palestínu ef þeir þyrftu? Svarið er já, og jafnvel þótt þeir þyrftu þess ekki, hefur nú sýnt sig í stjórn Bush. Myndu þeir ráðast á Ísrael ef þeir þyrftu? Ekki sjens! Ekki til að ræða um það.
Ef ég á að segja eins og mér finnst: Ég hef lítið út á gyðinga að setja, enda er það auðvitað bara mannfólk eins og allir, en Ísrael er að kynda undir fordómum, sem beinist auðvitað að gyðingum, ekki bara Ísraelsríki.
Og það fyndna við þetta allt er, Bush sagði um daginn, eftir fund með Olmert og Abbas um daginn að Bush væri bjartsýnn á frið milli landanna undir árslok.... Byrjar vel
ViceRoy, 18.1.2008 kl. 12:35
Sæll Sæþór
Hvaða rétt hefur t.d. Ísrael til að senda sprengjur þá yfir til Palestínu, á fólk sem kom nákvæmlega ekkert að þessari árás, sem btw var hefndaraðgerð eftir árás frá Ísrael?
Hvaða rétt hafa Palestínumenn að senda sprengjur yfir á Ísrael og sprengja saklaust fólk þar. Það eru líka herskáir Hamas liðar.
Ísrael var stofnað... landsvæði Palestínumanna tekið af þeim og úthlutað Ísrael. Helgasti staður Palestínumanna, ef mig minnir rétt, tekinn af þeim. Skil vel þessar yfirlýsingar. Fyrir utan að Ísrael hefur gert þvílíkan óskunda í Arabalöndum síðan það var stofnað.Er vanþekkinginn eitthvað að hrjá þig. veistu af hverju Ísraelsríki var stofnað, hvað var það sem leiddi til þess? Svaraðu einu fyrir mig hvað með jórdaníu, það er landsvæði af palestínu alveg eins og Ísrael. það er ekkert sagt við því þar sem það eru múslimar þar, og hvað finnst múslimum um gyðinga? lestu svarið fyrir ofan.
Endilega kynna sér málin betur, áður en þú kemur með alla þessa vitleysu sem þú skrifar hérna.
Sigurður Árnason, 18.1.2008 kl. 17:49
Sæll Sigurður, til að byrja þá var ég nú ekki að reyna að vera með nein leiðindi við þig, og ekki heldur hér að neðan.
Ég sagði í mínu svari að bæði væru Ísraelsmenn og Palestínumenn að taka líf óbreyttra borgara... Sagði ég eitthvað um að þetta væru ekki hamas-hreyfingarmenn? Er það allt í einu orðin ríkisstjórnin? Ætlar þú að segja mér að allir Hamas menn séu í ríkisstjórn Palestínu? Fyrir utan að ég sagði aldrei að Palestínumenn hefðu einhvern frekari rétt á því að sprengja upp í Ísrael en öfugt.
Ekki gleyma því að Ísrael er búið að vera LENGI að reyna að sölsa undir sig Gasasvæðið kallinn minn, og stækka sitt landssvæði.
Án þess að gera árás á þig þá verð ég að segja, ég sé nú ekki betur á þinni blogg síðu að þú skrifar þú greinar sem virðast að öllu snúast gegn íslamstrú. Og með þessari klausu sem þú hentir hér að ofan um að múslimar ættu að hata gyðinga, þá spyr ég... ef múslimar hefðu komið fyrstir og gyðingar þriðjir í röðinni, hvað stæði þá í "biblíu" gyðinga? Ég veit svo sem ekkert um þetta dæmi sem þú skrifaðir hér að ofan, þar sem ég hef ekki lesið kóraninn, sem ég mun þó gera einhvern tímann.
Kannski ég komi með mikið af rökfærsluvillum, því skal ég kannski ekki neita, enda hef ég kannski ekki kynnt mér þetta mál eins svakalega og þú, reyndar byggi ég bara mitt á því sem þeir Palestínumenn sem ég þekki tala um, sem auðvitað er eingöngu önnur hliðin, og svo auðvitað því sem ég les í fréttum. Er orðinn déskoti leiður á þessu mikilmennskubrjálæði sem hrjáir stjórn Ísraels og öfugt við marga, þá skil ég Palestínumenn að miklu leyti.
ViceRoy, 18.1.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.