Það er til fljótlegri leið

Þótt ljótt sé að segja... þá eru 6-10 byssukúlur fljótvirkari leið og mun sársaukaminni, sprautan og stóllinn talin versti dauðdagi sem til er af öllum þeim dauðaleiðum sem BNA leitast... en búið er að banna stólinn í flestum ríkjum, og því ekki sprautuna og dauðadóm yfir höfuð?

Þeir urðu nú brjálaðir þegar hermaður var tekinn af lífi af aröbum... af hverju ekki að vera brjálaðir yfir því að bandarískur ríkisborgari skuli vera tekinn af lífi í eigin landi?

Er maður fylgjandi dauðrefsingu?  Maður verður að spyrja sjálfan sig, en ekki bara spurningu í tómið og svara, heldur að horfa ofan í kjölinn í því máli hvort og hvenær hún virðist eiga rétt á sér. Eins og málið með Joseph Fritzl, á sá maður í raun (maður sem hefur tekið frelsi og rétt til lífs (því svo ég bæti við sviga... hversu mörg ár hefðu þau átt eftir í áframhaldandi gíslingu og hvað ef sá gamli hefði dáið, sem hefði væntanlega leitt til dauða þeirra allra úr hungri því þau höfðu vatn) ég man ekki einu sinni hversu margra manneskja) rétt á því að lifa?

Hvar drögum við mörkin? Og á hvaða tímapunkti, miðað við fjölda glæpa og alvarleika glæpa. Margir Íslendingar hafa haft svo á orði að Steingrímur Njálsson væri einfaldlega réttdræpur fyrir sína glæpi, aðrir hafa viljað veita honum hjálp... Sumir einfaldlega vilja ekki hjálp og þ.a.l. stunda áfram sína glæpi... hvað á að gera við slíka menn? 

Svo ég fari yfir stöðu (tekið úr Sönn Íslensk Sakamál) Steingríms, þá var hann oft og mörgum sinnum tekinn fyrir ölvunarakstur í sama umdæmi, í Héraði, og játaði brot sín gagnvart ungum strákum að mestu... Ítrekin brot sem eyðilögðu fjölskyldur og líf þolenda að miklu leyti, ef ekki að öllu, og aldrei sat hann inni, þrátt fyrir ítrekuð brot lengur en 1-2 ár, sama hversu oft hann braut af sér.

Ég spyr sjálfan stundum, (þótt ljótt sé að segja) ef við erum að horfa í það að hver sá maður sem lifir (karlmaður sem kvenmaður) hafi sinn rétt til lífs... ef viðkomandi tekur ekki réttindi lífs annarra sem virðingarvert líf... og það í trekk í trekk.. hvaða lífsrétt hefur viðkomandi?

Þegar sekt þykist betur en sönnuð, hvaða rétt á slíkur aðili?

Kannski ég veki einfaldlega hörð virðbrögð eða þá að ég vekji spurningar um mína eigin gáfur... en þegar við horfum á mörg líf eyðilögð vegna gjörða eins manns, og horfum á gjörðir sumra fórnarlamba slíks manns, hvaða rétt á slíkur maður í eigin þjóðfélagi?

Spurðu þig þá frekar þegar að svona málum kemur, hvað ef þetta kæmi mér við? Mitt barn? Mín eiginkona? Minn eiginmaður? O.s.frv. í gegnum alla fjölskylduna og gefðu svo svar við hvort dauðarefsing eigi rétt á sér, í einstaka tilvikum, þó svo það þyki sannað að BNA deyði sumt fólk sem saklaust er, hver hefur rétt á sér sem lifandi einstaklingur?

 

 


mbl.is Dauðdaginn kvalafyllri vegna offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hvaða götu á að horfa vel áður ákvörðum um að hægja á sér fyrir vegfaranda á miðri gangbraut er tekin?

TickTack (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Ellý

Það er eitt að vera fullur reiði og krefjast hefnda og annað að eiga engan þátt í lífi fórnarlambanna en kalt og yfirvegað ákveða dauða annars. Ég er algjörlega á móti dauðarefsingum. Þótt að aðeins væri sú eina ástæða hversu margir eru teknir af lífi saklausir væri það nóg en það eru fleiri góðar.

Ellý, 9.10.2008 kl. 06:29

3 identicon

Ég hef alltaf skilið það svo að þegar hlutir eru eyðilagðir þá sé ekkert gagn í þeim lengur.  Ertu að segja að líf allra þeirra sem hafi lent í klóm kynferðisglæpamanna sé gagnlaust?  Ef ekki þá vil ég að þú breytir þeirri fullyrðingum í pistlininum hér að ofan, því þetta er óttalegt bull.

K.P (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband