Ef Gordon Brown tók orð Davíðs alvarlega þá...

Er hann að taka orð "ópólítísks" manns of nærri sér. Davíð Oddson hefur ekki lengur rétt stjórnmálamanns... Þar af leiðandi eru orð hans í Kastljósi (Þar sem viðtalið var eingöngu gefið til að gefa honum færi á að koma sínum orðum á framfæri og verja sig) ópólitísk og þar af leiðandi engan vegin tilkynning stjórnvalda.... sem mætti segja á ensku "Unofficial statement", sem eingöngu þýðir að þetta er eina tilkynning "stjórnvalda" sem breska stjórnin hefur brugðist við. Ef Geir H. Haarde hefði sagt þetta í yfirlýsingu beint til breskra stjórnvalda þá hefðu viðbrögð Browns verið hárrétt, þ.e. að frysta eignir íslendinga í Bretlandi.

Það sem Brown gerði hins vegar virðist vera er að taka orð Davíðs sem yfirlýsingu stjórnvalda (sem Davíð hefur enga heimild til að gefa út, sem gerir orð Davíðs ómerk) og þar af leiðandi ranga yfirlýsingu sem gerir þar af væntanlega bresk stjórnvöld skaðabóta gagnvart íslenska ríkinu og Kaupþing banka (krónan féll og kaupþing á hausinn), þar sem engin yfirlýsing stjórnvalda hafa verið gerð á þessum tímapunkti.

Þar fyrir utan standa íslenskir fjárfestar sem koma málinu ekkert við, fastir vegna ákvarðanna breska forsætisráðherrans, vegna frystingu eigna íslenskra fjárfesta. Og ekki skal nefna þá sem búa þar og enduðu með 9 mánaða fyrirframgreiðslur á leigíbúðum sem auðvitað var engin leið á að borga. Námsmenn erlendis enduðu með að geta ekki tekið út nema ákveðnar upphæðir sem og íslenskir ferðamenn.

Stendur Davíð Oddson að þessu? NEI! Og ástæðan er einföld... Bresk yfirvöld tóku orð seðlabankastjóra í viðtali sem var, og ég sletti aftur "Unofficial by the government", tæk sem orð forsætisráðherra, sem hefðu verið "Official"... Ríkið sagði aldrei að þeir myndu undir neinum kringumstæðum gangast gegn þessum skuldum né að gangast samkvæmt ábyrgð og þ.a.l. eru bresk stjórnvöld valdur að meira hruni hér en nokkru sinni hefði þurft að vera, þ.e. hruni Kaupþings.

Davíð Oddson lét út úr sér orð sem, já hann hefði kannski ekki átt að láta út úr sér... Sagði að íslensk stjórnvöld myndu ekki taka á sig skuldir þeirra sem hér ollu "Fárviðri íslensks efnahags" (sagði þetta ekki svona en svona var þetta meint) og bresk stjórnvöld tóku þetta sem opinbera yfirlýsingu frá íslenskum stjórnvöldum, sem auðvitað er langt því frá, enda eigin skoðanir Davíðs út frá hans sjónarhóli (sem eru að öllu rétt þar sem við eigum ekki að skuldsetja okkur til næstu 50-100 árin vegna mistaka banka (í þenslu) og ríkisvalds (vegna aðgerðarleysis og fáranlegrar fyrirsjár íslensks efnahagslífs)

Það er alla vega mín skoðun þegar hratt er á málin litið.

 Ég skil vel gremju stjórnvalda Bretlands, enda ber þeim skylda að verja hag þjóðar sinnar sem og okkur, ég skil enn betur gremju almennings á Bretlandseyjum, enda þeirra hagur sem er í húfi, en ég skil ekki aðgerðir Breskra stjórnvalda gagnvart íslensku þjóðinni þar sem engin opinber yfirlýsing hafði verið gefin út af íslenskum stjórnvöldum...

Orð Davíðs voru aldrei yfirlýsing að mínu mati, heldur hans eigin mat á stöðunni. Við getum kennt Davíð um eitt og annað, en það er okkar eigin barmur (því miður) sem við þurfum að líta í eigin barm og sætta okkur við þá stöðu sem við höfum leyft okkur að koma okkur, fyrir utan þau auðvitað sem sáu þetta fyrir sér gerast fyrir mörgum árum síðan.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband