6.11.2008 | 23:17
Hvar snerist málið við?
Hví liggur nú við að við verðum að sættast við Breta og Hollendinga um Icesave reikninga?
Getur þetta mögulega átt við um þessa frétt (ef rétt reynist að Bretar hafi mikið að segja um í IMF?)
http://visir.is/article/20081105/VIDSKIPTI07/904200899
Er Brown einfaldlega að kasta því á okkur að ábyrgjast þetta áður en Breska þingið einfaldlega kemst að því að hin eiginlega breska ríkisstjórn gæti mögulega verið ábyrg fyrir klúðrinu sem uppi varð? Að þeir geti þó undir endann sagt að við höfum undir endann ábyrgst lánin?
Ef við hins vegar stöndum við okkar og höldum okkar striki og samþykkjum ekki þessa skilmála, breska þingið kæmist hins vegar að því að Gordon Brown og Allistair Darling (og auðvitað þeirra menn innan ríkisstjórnar) hafi vitað af yfirvofandi vandræðum (og hugsanlegu hruni íslensku bankanna (og þar með Icesave)) að breska ríkið standi frammi fyrir gríðarlegum skaðabótaskyldum gagnvart íslensku þjóðinni?
Þetta getur lítið annað verið, þegar þetta stígur allt í einu fram í sviðsljósið, þegar þetta virtist allt vera í höfn....
Og nú spyr ég þar að auki... ef þessi stýrivaxtahækkun var óhjákvæmleg vegna IMF (miðað við þá stýrivaxtalækkun sem gerð var nokkrum dögum áður).... hví var hún þá gerð? Og ef það var ekki vegna IMF... hví var þá þessi stýrvaxtalækkun gerð nokkrum dögum áður??? Til þess eins að hækka hana nokkrum dögum seinna???
Og svo sagði Geir H. Haarde að stýrivaxtahækkunin hafi verið (eins og ég sagði áður) óhjákvæmileg... af hverju mótmælti hann þá ekki stýrivaxtalækkun þegar hún var gerð? Þar sem seðlabankastjórar sitja undir stjórn Forsætisráðherra?
Og ef þessi ákvörðun seðlabanka var svo vitlaus að forsætisráðherra þurfti að segja þeim að hækka stýrivexti... segir það þá ekki forsætisráðherra að seðlabankastjórar (ft.) séu vanhæfir? Fyrst þeir þurfi að hlusta á ráðherra í stað þess að vita hvað þeir eru að gera?
Bara svona í gamni?
Við hættum frekar við lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.