Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2007 | 22:20
Kaupi þetta nú varla
Er þá verið að tala einn jeppa?
Eyddu 20-25 lítrum á hundraðinu og bjargaðu heiminum... Hvað erum við að tala um marga jeppa í heiminum á móti tvinnbílum... þetta bara getur varla staðist.
Og við erum að tala um bandaríska rannsókn sem lifir á stórum verksmiðjum, þungum bílum og miklu eldsneyti eytt á hverju ári, að ekki sé talað um þeirra verknað til að reyna að ná olíu fyrir sinn hag...
![]() |
Jeppar umhverfisvænni en tvinnbílar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 22:16
Skemmtilega orðað... Vísbending
Ég hafði aldrei álitið sem svo að apar væru gáfaðri en menn. Annars gætum við sem apar verið að horfa á hina frægu mynd "The planet of humans".
Hefði átt að orða þessa grein þannig að apar væru ekki gáfaðri en börn þar sem rannsóknin (sem er nefnd í greininni) nefnir að þriggja ára börn hafi meiri getu til að aðlagast aðstæðum og aðgerðum heldur en apar, þ.e.a.s. sjá út hvað gerist þegar þau ýta til dæmis á takka og fá mat. Þurfti vísindamenn og peninga til að rannsaka þetta? Ef apinn væri gáfaðri en maðurinn væri hann ráðandi í heiminum og maðurinn væri að berjast fyrir rétti sínum akkúrat núna. Þetta er eins og að segja "karlar eru latari við heimilsstörf en konur" eða "Rannsókn hefur sýnt í ljós að karlar geta orðið líkamlega sterkari en konur".
Tsk tsk tsk
![]() |
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 02:20
Hvar var íslenska löggan?
Hefði nú verið gaman að sjá íslenska lögreglumenn í tonnatali mæta á svæðið og meina íslensku leikmönnunum að spila því það varði við íslensk lög eða þá bíðandi við tollliðið á Keflavíkurflugvelli með handtökuskipun :D
En að öðru leyti, megi þeir spila sem best og sýna að landið sem bannar póker sé, og sennilegast fámennustu pókerþjóðum heims, séu með þeim bestu :D
![]() |
Íslendingar í úrslitum í heimsbikarmóti í póker |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar