27.9.2007 | 16:06
Og hvað með Kyoto bókunina?
Marga þvælu hef ég lesið í fréttum af ríkistjórn Bandaríkjanna en þessa þvælu tek ég álíka trúlega og þegar ég heyrði að Pétur Blöndal sagði að það væri ekkert mál að lifa á 90 þúsund krónum á mánuði.
Stjórn USA sagðist ekki vilja einu líta við þessari "heimskulegu" Kyoto bókun því þetta væri einfalt bull. Nú er eitthvað verið að klóra í bakkann rétt fyrir kosningar eða þá að reyna að fá heiminn til að líta öðruvísi á USA, þar sem viðhorf heimsins við USA hefur farið gríðarlega niður á við.
Ætti nú að fara að gera eitthvað við þessa blessuðu stjórn bandaríkjanna og fá þá til að opna sín augu vandlega og sjá að þetta er ekki besta þjóð í heimi eins og þeir halda ennþá fram.
Rice segir Bandaríkjamenn taka gróðurhúsaáhrifin alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ætlunin er virkilega sú að minnka losun (manna) á C02 í andrúmsloftið þá hefur Kyoto EKKI sýnt sig að vera áhrifaríkasta leiðin. Leið Bandaríkjamanna er sú að ýta undir þróun sparneytnari tækni sem má koma á markað án þess að stífla tannhjól hagkerfisins. Hún hefur virkað mun betur en Kyoto-þvælan.
"Nú um stundir er útblástur gróðurhúsalofttegunda án efa helsti kvarðinn sem notaður er á árangur ríkja í umhverfismálum, með réttu eða röngu. Kyoto samkomulagið um takmörkun á útblæstri snýst um að hægja sem mest á aukningu útblásturs. Bandaríkin stóðu sig tvöfalt betur en gamla Evrópusambandið á árunum 2000 til 2004 þegar þessi mælistika er notuð. Og stjórn Bush stóð sig fjórfalt betur en stjórn Clintons og Gore gerði á seinna kjörtímabili sínu." (heimild)
Geir Ágústsson, 27.9.2007 kl. 16:37
Já nei ég meinti þegar þetta var borið upp við þá, gáfu þeir skít í allt sem viðkom að minnka mengun, sögðu að þetta væri allt bölvað bull.
ViceRoy, 27.9.2007 kl. 17:05
Það var í tíð Clinton og Al Gore sem Kyoto bókuninni var hafnað af Bandaríkjunum. Bush hefur bara haldið þeim fána á lofti síðan og gerir vonandi áfram.
Geir Ágústsson, 27.9.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.