4.10.2007 | 17:39
Hvað á að gera við svona drullusokka?
Þetta er alveg fáranlegt að það sé ekki fylgst mun betur með þessum verktakafyrirtækjum. Svona drullusokkar eins og þessir verktakar virðast vera, svindla ekki bara á kerfinu og fólkinu, heldur halda launakerfinu í þessum geira í fáranlegu ójafnvægi.
Í staðinn fyrir að fólk fái sín laun og sínar launahækkanir í takt við kjarasamninga, þá reka þeir liðið og fá útlendinga sem þekkja ekkert á kerfið í vinnu á lágum launum... Þarf ekki líka að skoða hvort þetta hafi verið svört vinna? Ætti þá ekki fyrirtækið að greiða háar sektir fyrir að borga mönnum án þess að gefa það upp til skatts?
Á að láta þá borga þessum verkamönnum háar skaðabætur án dómsstóla og láta þá sæta gríðarlegum sektum fyrir svona uppákomu.
Ef verkalíðsfélögin eru ekki að fylgjast með þessu, til hvers eru þá verkalíðsfélögin? Hélt þau ættu að vera til hjálpar fólkinu. Og hvar eru Samtök Atvinnulífsins í þessu? Af hverju bera þeir ekki þá ábyrgð að skoða mál fyrirtækja sem undir þeim eru?
Kannski ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er grafalvarlegt mál að öllu leyti fyrir íslenskst atvinnulíf sem allir hafa vitað af... Held það sé kominn tími á að það verði eitthvað gert í þessum málum fyrst eitt málið er komin almennilega upp!
Ásakanir um lögbrot gegn starfsmönnum GT verktaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verkalýðsfélögin með ypsiloni held ég að sé réttara frenkar en Gvendurynn sem ætti frekar að vera Gvendurinn
Gvendurynn (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:19
Uhumm :O ekki oft að ég geri stafsetningarvillur en jæja :D hlýtur að gerast öðru hvoru þegar maður skrifar í flýti
ViceRoy, 6.10.2007 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.