6.10.2007 | 12:25
Held það sé nú bara ein ástæða fyrir þessu!
Það er ekki sjens fyrir neinn að lifa nema vinna eins og hálfviti á þessu landi, geta nú ekki margir verið heimavinnandi. Allt of dýrt að búa á Íslandi... Íbúðaverð er fáranlega hátt og þ.a.l. tók fólk sig til og hækkaði leigu til fjandans... Matur er dýr miðað við lægstu laun... Fararkostir eru dýrir, hvort sem er í verði eða rekstri, svo er strætó nú ekki beinlínis ódýr, 280 kr. fyrir farið fyrir utan heimskulega ferðaáætlun sem einkennist af löngum ferðatíma fyrir tiltölulega stuttar ferðir (að sitja í strætó í klukkutíma til að komast 6 km, er örugglega fljótlegra að ganga)...
Ég sé ekki að einvher (nema menntaður maður og þó varla það) geti lifað hér nema, eins og ég sagði, unnið eins og hálfviti alla daga, allar vikur, alla mánuði út allt árið.
Man að Pétur nokkur Blöndal sagði að það væri ekkert mál að lifa á 90.000 kr. á mánuði (var í kastljósinu fyrir um 1-2 árum síðan)... Hann gæti það léttilega. Langar að sjá hann reyna það. Gætum hækkað það í 120.000 svona til að jafna út verðbólgu og verðlag síðan þá.
Íslendingar duglegastir Evrópuþjóðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu. Sjálfur hef ég reynt að "lifa" á 90 þúsund kalli og það endaði bara í skuldum og allskonar veseni. Í dag virðist leiga á einstaklingsíbúð vera að minnsta kosti 100 þúsund, þannig að þessi meintu laun ná ekki einusinni upp í að dekka húsaskjól.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.