17.10.2008 | 23:24
Nú er um að gera fyrir alla Íslendinga að...
Halda smetti og vera jafn almennilegir við náungann og við höfum alltaf verið... Við græðum jú lítið á því að ráðast á breta því hann sé breti og hans forsætisráðherra hafi nú sett á okkur hryðujuverkalöggjöf sem átti víst "bara" að eiga við um landsbankann (hvað ætli það endi sem stórt mál)...
Okkur er úthýst af einhverjum sálum hér og þar... en við verðum hins vegar að halda okkar ró og vera akkúrat eins og við erum, elskum þessa blessuðu útlendinga sem hingað koma... ekki koma þeir allir hingað til að segja okkur að við séum fífl :D
Um leið og Íslendingar fara að gera mál við mann og annan vegna þjóðernis, þá fer þetta að fara úr böndum. Því eins og við mörg erum væntanlega að hugsa "Er það okkur að kenna að 20-30 manns hafi ráðið niðurlögum ríkis og þjóðar ásamt okkar blessaða ríki og ráðamönnum" þá ættum við ekki að sakast við breta fyrir aðgerðir einnar ríkisstjórnar (minnir mig á 2 menn sem samþykktu stríð í ákveðnu landi án nokkurs manns samþykkis)
Nú er að hagnast á þessum blessuðu ferðamönnum sem enn hafa fyrir því að koma hingað og koma með rök við menn sem á móti spyrna :D
![]() |
Úthýst vegna þjóðernis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ViceRoy
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sæþór.
Mikið get ég verið þér sammála þarna. Ég sá sáum dagin fyrir spun frá breta á netinu varðandi það að hafa áhyggjur af hug okkar gagnvart tjallanum alment. Ég sagði viðkomandi að hann þyrfti sko ekki að hafa áhyggjur af því, ég reiknaði ekki með að við féllum í þá gryfju að dæma allla fyrir 1 eða 2 heimska stjórnmálamenn.
Mér hefur alltaf þótt gaman af bretanum og það breytist ekki með þessari vitleysu.
Kveðja
Bragi
Bragi Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.