Það var lagið!

Niðurrif sumra hús eiga að sjálfsögðu rétt á sér... Það er ekki nóg að segja "Þetta hús var byggt fyrir 120 árum", húsið verður að bera með sér ákveðinn sjarma gamals tíma. 

Mörg hús finnst mér (101 húsin) einfaldlega ekki falleg og sum þeirra sem verið er að reyna að varðveita hafa örugglega verið litin hornauga á sínum tíma þegar þau voru byggð. Sum þeirra eru svakalega falleg og þau skal hiklaust varðveit sem menningarafleið Reykjavíkur.

Ísafjörður býr yfir þessu húsi, sem að mínu mati býr yfir ákveðnum sjarma. Það er öðruvísi en flest húsin sem hér hafa verið byggð, og það eitt hefur mikð gildi.  Húsið virðist þar að auki búa yfir meiru en sjarma, en það er að þetta hús var greinilega þýðingarmikið í sögu bæjarins, bakaríin voru jú svakalega vinsæl í gamla daga (er nú lítill sjarmi yfir flestum bakaríum í dag því miður (sumum þó jú)), þegar boðið var uppá nýbakað brauð og alls kyns góðmeti.

Svona hús á ekki heldur að færa heldur að einfaldlega að leyfa þeim að standa.  Fyrir þeim er þetta sennilegast eins og fyrir okkur að láta rífa elsta hús Reykjavíkur af því bara.... Eitt af þeim eldri brann nú hér fyrir ekki löngu síðan, og ætlunin er (eða var) að byggja húsið upp í upprunalegri mynd.

Sum húsin eiga jú fyllilega rétt á sér.


mbl.is Húsfriðunarnefnd vill varðveita Norska bakaríið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kona

Mér þykir alltaf svo sorglegt þegar gömul hús hverfa. Fjölsk. mín bjó í Fjalakettinum og okkur þótti mjög sorglegt þegar hann hvarf. Man samt ekki hvort hann var rifinn og endureistur á Árbæjarsafninu, eða færður í heilu lagi. Furðulegt að ég muni það ekki vegna þess að ég grét úr mér augun og hélt að ég ætti aldrei eftir að venjast Aðalstrætinu aftur.

Óttalega getur maður verið þver ;)

Kona, 14.11.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjakötturinn var rifinn, enda gjörónýtur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 01:45

3 Smámynd: ViceRoy

Gunnar Th. :D ég ætíð hef gaman að svörum þínum :D enda skemmtilega orðuð, en ég verð að segja að ég er engu nær :Þ Þú verður að fræða mig betur :D

ViceRoy, 22.11.2007 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband