Fjárhættuspil

Þar kom akkúrat svarið sem ég hef lengi leitað að... :D

Á Íslandi er fjárhætturpsil af nokkru tagi bannað, en í Bandaríkjunum telst Lottó sem fjárhættuspil. Á það þá ekki að gera það líka á Íslandi?  Mbl.is skilgreinir lottó sem fjárhættuspil...

Það virðist samt ekki vera gert hér á Ísland þar sem þú mátt ekki spila póker með entrance fee, þ.e. mót sem þú borgar þig inná, því það telst til fjárhættuspils... En þú mátt eyða eins miklu og þú vilt í lottó... þess vegna tæma bankareikning, yfirdrátt og klára heimildina á kredit kortinu til að kaupa þér eins marga miða og þú getur, og ef búðin fer eitthvað að stoppa þig af, þá ferðu í næstu búð.  En þú mátt ekki eyða kannski 2.500-10.000 krónum í pókermót... Þú mátt eyða eins miklu og þú vilt í skafmiða, en ekki í póker... Þú mátt eyða eins miklu og þú vilt í spilakassa, en ekki póker...

OG það besta við þetta allt saman er, er að þeir sem spila póker fyrir alvöru, þ.e.a.s. kunna að spila póker vita það manna best að heppni spilar mun minna inn í heldur en flest fólk grunar, en heppni spilar ALLT þegar kemur að Lottó, skafmiðum og spilakassa... Getur ekki lært á þessar maskínur, þó margir telja sig kunna á þetta og segja það lon í don, en það er bara ekki fræðilegur.  Þeir sem hins vegar verða góðir í póker... eru góðir af því þeir kunna leikinn.

Svo vildi talsmaður meðferðarheimilis spilafíkla banna rafrænan póker á íslandi því einhverjir eru að eyða alltof miklu í þetta... Eigum við þá ekki að banna áfengi líka því sumir kunna ekki að drekka og eru mjög mögulega áfengisfíklar? :)

Ég bara spyr... hvar eru rökin fyrir þessu rugli í sambandi við póker hér? Sumir hér á landi eru virkilega góðir í póker, og má þar nefna t.d. að íslenska liðið sem fór á heimsmeistaramót í póker endaði í 3ja sæti.... einn Íslendingur kom sér upp 10.000.000 á einum mánuði á því að spila...

Ég spila nú ekki mikið og þá heldur ekki fyrir teljanlegar upphæðir, en mér finnst rökin gjörsamlega tala sínu... Póker ætti lagalega séð að vera með öllu heimilaður.

Ég er hins vegar ekki að mæla með að póker verði leyfður sem slíkt fjárhættuspil að þú getir komið með mánaðarlaunin þín og eytt þeim í einu á einu borði... heldur því að mót verði leyfð, byggð á þeim rökum að það er enginn hemill á fólki sem getur eytt mánaðarlaununum sínum á einu bretti í spilakassa, lottó og/eða skafmiðum... enda nóg um fjárhættuspil á landinu... Eini munurinn virðist liggja í því er að peningurinn úr spilakössunum þetta rennur að einhverjum hluta til rauða krossins og svo til þeirra meðferðarheimila sem eru fyrir spilafíkla... sem er í sjálfu sér að skapa spilafíkla, sem verða væntanlegir "viðskiptavinir" heimilissins.

 Meira hef ég ekki að segja um þessa hringavitleysu Íslands og þversagnir sem þeir segja varðandi póker!


mbl.is Bankaræningi fær ekki happdrættisvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagur Ólafsson

Ég held að þetta sé vegna þess að enginn opinber aðili græðir á því að þú spilir póker. Eins og þú segir, það er ekkert málefni bakvið pókerspil, ætli ég megi flytja inn mína eigin spilakassa frá Kambodíu?? Efast um það.

Ég ætla að fara að spila Olsen Olsen um helgar upp á pening.

Dagur Ólafsson, 29.11.2007 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ViceRoy

Höfundur

ViceRoy
ViceRoy
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband